Útgáfufréttir af FileMaker

Eftir að FileMaker hóf að bjóða upp á áskriftir af hugbúnaðinum, í stað þess að notendur keyptu leyfið í eitt skipti, þá jókst hagnaður fyrirtækisins til muna.  Í stað þess að sitja á hagnaðinum þá var ákveðið að setja aukið hlutfall af tekjunum í aukna hugbúnaðarþróun og á síðustu árum hafa orðið stórtækar framfarir í FileMaker.  Helst má nefna betri vefmöguleika, aukin samhæfni við snjalltæki og svo mun aðgengilegra forritunarviðmót fyrir forritara.

Ein af nýjungunum sem litu dagsins ljós voru svokallaðir iBeacon sem eru einskonar námdarnemar sem hægt er að forrita þannig að þegar snjalltæki nálgast þá kallast upp sjálfkrafa á skjáinn upplýsingar sem tilheyra viðkomandi staðsetningu. Notkunarmöguleikar á þessari tækni eru óendanlegir t.d. fyrir vöruhús og fleira.

Screen Shot 2016-07-20 at 16.07.37

Hér má líta á það helsta sem útgáfa 15 af Filemaker hefur upp á að bjóða.

Leave a Comment