Breytingar á rafrænum skilum vegna nýs greiðsluþátttökukerfis

Eins og þið hafið séð í póstinum ykkar frá Sjúkratryggingum Íslands að þá stendur fyrir dyrum að gera breytingar þann 1. febrúar 2017.  Fislausnir, sem og önnur hugbúnaðarhús fengu nú þessa daganna upplýsingar um hvaða breytingar þetta eru og hafa þá tíma til að breyta hugbúnaði sínum til aðlögunnar að breyttum kerfum SÍ.

Þetta er kærkomin framför en slík beintenging mun tryggja að upplýsingar frá SÍ og hve mikið viðkomandi sjúklingur á að greiða verða tiltæk um leið og reikningur er myndaður.  Þetta þýðir að ekki verður þörf á að senda mánaðarlegar textaskrár yfir netið heldur munu greiðsluupplýsingarnar berast SÍ um leið og þið klárið reikninginn.

Þetta mun þá þýða að SÍ greiðslurnar til sérfræðilækna munu greiðast daginn eftir og reikningi er skilað en ekki mánaðarlega.

Fislausnir munu útbúa þessa tengingu fyrir alla notendur kerfisins og þannig munu þeir geta nýtt sér þessa viðbót.  Þegar nær dregur að 1. febrúar 2017 munum við hafa samband við alla notendur og bjóðast til að uppfæra kerfin m.t.t. þessara breytinga.

Með bestu kveðjum,
F.h. Fislausna, Kolbeinn Reginsson.

Leave a Comment