Forritun og ráðgjöf  fyrir Filemaker Pro

 

cropped-4.pngFilemaker hugbúnaðurinn er einn vinsælasti gagnagrunnshugbúnaður á markaðnum í dag vegna þess hve öflugur og sveigjanlegur hann er.  Fislausnir hafa hannað gagnagrunnslausnir í Filemaker og veitt ráðgjöf frá árinu 2000.

Einn helsti kosturinn er sá að hugbúnaðurinn er einfaldur og auðveldur í rekstri og því hafa mörg fyrirtæki, lítil sem stór, valið að byggja sínar gagnagrunnslausnir í Filemaker.

Fjölmörg íslensk fyrirtæki og ríkisstofnanir eru að nota FileMaker á Íslandi í dag og hafa gert um árabil.

Screen Shot 2016-07-19 at 13.48.13

Hugbúnaðurinn keyrir á Mac og PC en ennfremur er hægt að nota iPad og iPhone til að nálgast gögnin hvar sem er.  Með FileMaker server er hægt að miðla gögnum yfir netið á og með einföldum hætti er hægt að breyta gagnagrunnunum í gagnvirkar vefsíður án þess að þurfa að forrita vefútgáfu því hugbúnaðurinn sér um að umbreyta lausninni sjálfkrafa fyrir vef.

Screen Shot 2016-07-19 at 13.58.48

Gríðalegir möguleikar hafa opnast fyrir því að taka gögnin með sér hvert sem er með tilkomu snjalltækja á borð við iPad og iPhone.  Hægt er að breyta textagögnum og senda til baka, taka myndir eða myndbönd og vista í gagnagrunninn.  Ekki er nauðsynlegt að vera með beintengingu þar sem snjalltækin geta keyrt gagnagrunnslausnina sjálfstætt og safnað gögnum þangað til að tengingu hefur aftur verið náð, þá er hægt að uppfæra gögnin yfir á FileMaker serverinn.