Helstu verkefni Fislausna


Komubókhald sérfræðilækna. Búnaðurinn heldur utan um komur sjúklinga, eyðublaðagerð, biðlistakerfi, reikninga og sendir rafrænt uppgjör á TR.  

Komubókhald fyrir sérfræðilækna - Fislausnir

Skilavefur veiðikorta opnaði árið 2001 og hafa 149.872 umsóknir verið mótteknar rafrænt til þessa og jafnmörgum veiðiskýrslum verið skilað. Einnig hafa 32.257 umsóknir um hreindýraveiðileyfi borist rafrænt síðan 2003. Innbyggt í grunninn er einnig þjónustukönnun og skoðanakönnun.

Skilavefur veiðikorta - Umhverfisstofnun.

Umsóknarvefur fyrir skotvopna-og veiðinámskeið þar sem umsækjendur geta sótt um viðkomandi námskeið og lokaður vefur þar sem lögreglan samþykkir síðan rafrænt umsækjendur á skotvopnanámskeið.

Umhverfisstofnun.

CRM (Customer Relationship Management) lausn ásamt bókunarkerfi og sjúkraskrá með lyfjasögu. Sendir út SMS til áminningar um tíma degi fyrir komu. Bókar dýralækni og skoðunarstofu, sendir út sjálfvirk vottorð og tilkynningar.

Dýraspítalinn í Garðabæ

CRM kerfi og bókunarvefur fyrir lækna sem starfa í Svíþjóð.

Hvítir Sloppar

Húsnæðissamvinnufélg Búseta.  Alsherjar húsnæðisgrunnur sem heldur utan um allar upplýsingar um íbúðir Búseta.  Kerfið sér einnig um umsóknarvef fyrir íbúðir og leiguíbúðir.  Verkefnadagbók heldur utan um allt viðhald og verkefnum komið sjálfkrafa í iPad/iPhone tæki starfsmanna sem fá til sín verkefni og inna þau af hendi og um leið geta þeir tekið myndir af vettvangi sem síðan vistast í viðhaldssögu íbúðanna.

Búseti

Nýr vefur hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.  Forritun vegna námskeiðsvefs endurmenntunar, PHP vefuppsetning með Filemaker Server vegna samskipta yfir á námskeiðsvef.  Einnig sjálfvirkar SMS skeytasendingar til að minna þátttakendur á komandi námskeið sem þeir eru skráðir á.

Hér er slóðin á nýja vefinn: www.endurmenntun.is

Endurmenntun Háskóla Íslands

Listasafn Reykjavíkur heldur utan um safn listaverka sinna í FileMaker.  Grunnurinn er svo beintengdur út á netið þar sem hægt er að skoða listaverkin og kynna sér sögu þeirra og höfunda.

Listasafn Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur

Utanríkisráðuneytið hefur notað FileMaker við hin ýsmu verkefni.  Fislausnir hafa komið að þeim verkefnum og þá varðandi að gera gögn aðgengileg frá vefnum.

Utanríkisráðuneytið

Vinnuvernd ehf. er þjónustufyrirtæki á sviði vinnuverndar, heilsuverndar og heilsueflingar.  Eitt af þeirra hlutverki að að sinna fjarvistaskráningum fyrir fyrirtæki og við það verkefni hefur fyrirtækið þróað, ásamt Fislausnum, fjarvistarsrkáningargrunn til að halda utan um þá starfsemi.

Vinnuvernd